FLaytout Menu

Algengar spurningar

Ertu með spurningar? Við höfum svörin. Hér eru allar algengar spurningar um Herbalife á einum stað.

F1 Strawberry Shake with decorative strawberries

Geta Herbalife vörur valdið nýrnabilun?

Nei, Herbalife vörur valda ekki nýrnabilun. Allar vörur frá Herbalife eru fullkomlega öruggar til neyslu, en ef þú ert ekki viss um einstakar næringarþarfir líkama þíns skalt þú leita frekari ráðlegginga hjá heilsugæslunni. Eins og á við um flest næringarfyrirtæki notum við innihaldsefni á borð við prótein, koffín, kalíum, fosfór og fleiri. Magnið er tilgreint sem prósenta af neysluviðmiði (%RI): þ.e. því viðmiðunarmagni sem hentar einstaklingi sem lifir heilnæmu lífi. Innihaldsefni í vörum frá Herbalife eru fengin úr náttúrunni og næringarefni sem við notum eru nauðsynlegur hluti af vel samsettri næringu. 

Við mælum hins vegar með að fólk með skerta nýrnastarfsemi eða langvinnan nýrnasjúkdóm ráðfæri sig ávallt við heilbrigðisstarfsfólk eða næringarráðgjafa fyrir nýrnasjúklinga áður en ráðist er í breytingar á mataræði. Nýrnabilun getur orsakast af óhóflegri próteinneyslu, stórum skömmtum af koffíni og óþoli fyrir tiltekinni fæðu. 

Er neysla á vörum frá Herbalife í lagi fyrir mig ef ég er með langvinnan nýrnasjúkdóm?

Ef þú ert ekki viss um einstakar næringarþarfir líkama þíns skalt þú leita frekari ráðlegginga hjá þeim lækni sem sinnir meðferð þinni.

Prótein 

Einstaklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm sem vilja neyta próteindrykkjar í staðinn fyrir máltíð eða snarl verða að átta sig á hvaða næringarefni henta líkama þeirra svo forðast megi hvers kyns hugsanlegar afleiðingar fyrir nýrun. 

Efnasamsetning í öllum próteinríkum vörum frá Herbalife miðar að því að stuðla að vexti og viðhaldi vöðvamassa og viðhaldi eðlilegra beina. Heilnæmur Formula 1 máltíðardrykkur inniheldur 18 g af próteini og 25 vítamín og steinefni (í magni sem er tilgreint sem prósenta af neysluviðmiði (%RI): þ.e. því viðmiðunarmagni sem hentar einstaklingi sem lifir heilnæmu lífi). Má þar nefna D-vítamín sem stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.  

Kalíum og fosfór

Blandaður Formula 1 máltíðardrykkur með vanillubragði inniheldur 342 mg af fosfór og 682 mg af kalíum í 250 ml (þegar duftinu hefur verið blandað saman við sojadrykk samkvæmt fyrirmælum í áletrunum). 

Til samanburðar inniheldur blandaður Formula 1 máltíðardrykkur með yndislegu jarðarberjabragði 466 mg af fosfór og 768 mg af kalíum í 250 ml (þegar duftinu hefur verið blandað saman við sojadrykk samkvæmt fyrirmælum í áletrunum).

Fólk með nýrnasjúkdóm sem sett hefur verið á kalíumskert mataræði þarf venjulega að halda kalíumneyslu sinni undir 2.000 mg á dag – samkvæmt ráðleggingum Nýrnastofnunar Bandaríkjanna (the National Kidney Foundation). Fólki með nýrnasjúkdóm (sem er ekki í nýrnaskilun) er einnig ráðlagt að borða milli 800-1.000 mg af fosfór á dag.

Eins og sést hér að ofan er magn innihaldsefna mismunandi í hinum ýmsu bragðtegundum af Formula 1. Ávallt er mikilvægt að lesa áletranir fyrir neyslu til að kynna sér nákvæm mæligildi af vítamínum og steinefnum í hverri vöru og stilla neyslu sína samkvæmt þeim.

Koffín

Einstakir skammtar af sumum vörum frá Herbalife innihalda aðeins minna magn af koffíni en fæst úr meðalstórum kaffibolla. Einn bolli af kaffi inniheldur u.þ.b. 85 til 100 mg af koffíni. Vörur frá Herbalife sem innihalda koffín eru m.a.: Instant Herbal jurtate með u.þ.b. 50 mg í skammti.

1. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 432/2012 frá 16. maí 2012 um samantekt lista yfir leyfilegar heilsufullyrðingar er varða matvæli og vísa hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroska eða heilbrigðis barna.