Líkamsrækt
Súkkulaði fondant
Rachel Allen 17. október 2023
3 skammtar
15 mínútur
10 mínútur
25 mínútur
Það er bæði fljótfært og einfalt að búa til þessa ljúffengu súkkulaði fondanta með Herbalife24® Rebuild Strength og auka próteini. Njóttu eftir æfingu eða í eftirrétt.*
*Aðeins þegar matreitt er eftir leiðbeiningunum innihalda vörurnar okkar alla þá næringu sem lýst er á merkinu. Athugið merki vörunnar til að fá heildarupplýsingar um næringargildi.
Næringarupplýsingar
Næring á hvern skammt:
- Orka: 170 KKAL
- Prótein: 17 g
- Kolvetni: 15 g
- Fita: 5 g
- Trefjar: 1 g
- Sykur: 13 g
Innihaldsefni
- 1 skammtur (50 g) Herbalife24® Rebuild Strength
- 1 egg
- 2 eggjahvítur
- 2 tsk flórsykur
- 2 msk kakóduft
- 3 msk fitusnauð jógúrt, sem meðlæti
- 80 g fersk ber, sem meðlæti
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 180° C hita (160° C með viftu).
- Smyrðu 3 lítil eldföst mót.
- Sigtaðu allt það þurra í stóra skál.
- Bættu egginu og eggjahvítunum við. Þeyttu allt saman í stíft deig.
- Settu jafn mikið deig í öll mótin.
- Bakaðu í 8-10 mínutur þar til miðjan er seigfljótandi.
- Láttu kólna í 2 mínútur áður en þú hvolfir þeim á diska.
- Berðu þá fram heita og skreyttu með jógúrt og berjum.