Líkamsrækt
Orkukúlur
Rachel Allen 18. október 2023
20 skammtar
15 mínútur
75 mínútur
Þessar orkukúlur taka nokkrar mínútur að búa til. Einfaldlega blanda, hræra, rúlla og kæla og þú ert komin með orkumikið snarl tilbúið til að grípa í. Búnar til með Herbalife24® Rebuild Strength fyrir auka nautn og meira prótein.*
*Aðeins þegar matreitt er eftir leiðbeiningunum innihalda vörurnar okkar alla þá næringu sem lýst er á merkinu. Athugið merki vörunnar til að fá heildarupplýsingar um næringargildi.
Næringarupplýsingar
Næring á hvern skammt:
- Orka: 39 kkal
- Prótein: 2 g
- Kolvetni: 3 g
- Fita: 2 g
- Trefjar: 1 g
- Sykur: 1 g
Innihaldsefni
- 1 skammtur (50 g) Herbalife24® Rebuild Strength
- 50 g malaðar hafraflögur
- 30 g kakóduft
- 40 g kókos
- 70 ml ósykraður sojadrykkur
- 1 tsk hunang
- Muldar hnetur, þurrkuður kókos og ristuð fræ til hjúpunar (valfrjálst)
Aðferð
- Setjið hafraflögurnar í blandara og blandið þar til þær eru fínar. Setjið í skál og bætið kókos, kakódufti og Herbalife24® Rebuild Strength út í. Blandið vel saman.
- Hellið sojadrykknum og hunanginu út í (ef hunangið er svolítið stíft þarftu að hita það aðeins áður en þú bætir því út í blönduna) og blandið vel saman.
- Formið kúlur og hjúpið með hnetum, kókos eða fræjum ef vill.
- Látið þær standa í ísskáp í að minnsta kosti 1 klukkustund.
Ráð:
- Fyrir grænkera valkost getur þú skipt Herbalife24® Rebuild Strength út fyrir 2 skammta (52 g) af Formula 1 með silkimjúku súkkulaðibragði og skipt hunanginu út fyrir agave- eða hlynsíróp.