FLaytout Menu
Kona að brosa

Húð- og líkamsumhirða

​Níu skref fyrir náttúrulega fallegt útlit

Herbalife 20. október 2023

Í ár munu tískustraumar eins og „skinimalism“, hæg fegurð og „án farða“ útlit taka yfir margar af fegurðarrútínum okkar. Galdurinn við að ná tökum á þessu útliti er að nota farða sparlega og á úthugsaðan hátt til að draga fram náttúrulega fallega húð þína og bestu eiginleika.

Það er engin tilviljun að undanfarin ár hafa fyrirsætur verið að koma fram andlitsberar af ásettu ráði. Þetta er tíska sem er komin til að vera. Nýjasta útlitið sýnir fyrirsætur með fallega lagaðar augabrúnir og himneskan ljóma. Þessar „andlitsberu fegurðardísir“ hafa ákveðið að leggja áherslu á hreina, ferska húð og hafa tileinkað sér náttúrulega fegurðarnálgun þegar kemur að snyrtivörum.

Náttúrufegurðaraðferðir geta dregið fram þau svæði sem þér líkar og gert lítið úr þeim svæðum sem þér líkar ekki. Þetta snýst allt um að leyfa náttúrulegu yfirbragði þínu að skína í gegn. Ef þú vilt náttúrulegt útlit skaltu byrja á því að skoða þig vel í speglinum. Gerðu vandlega úttekt á eiginleikum þínum. Hugsaðu um lokaútlitið sem þú vilt ná.

Náðu fram geislandi náttúrulegu útliti

Byrjaðu með hreinan grunn

Fyrsta skrefið í átt að náttúrulegu útliti er að byrja með ferskt, hreint andlit. Veldu andlitshreinsi sem hentar þinni húðgerð best. Nuddaðu honum inn í húðina og þvoðu síðan vandlega með volgu vatni. Þurrkaðu andlitið með því að dumpa það með hreinu handklæði og vertu viss um að þú hafir fjarlægt allan farða. Jafnvel minnstu leifar af farða, sérstaklega í kringum augun, getur dregið útlitið niður.

Skrúbba og gefa raka

Að skrúbba er frábær leið til að hugsa um húðina. Það virkar með því að fjarlægja umfram þurra húð af yfirborði húðarinnar til að gefa þér unglegri ljóma. Þú ættir að stefna að því að skrúbba húðina einu sinni í viku. Eftir skrúbbun er mikilvægt að gefa húðinni raka svo að hún sé ekki litlaus og þurr. Húð með nægum raka getur tekið betur við húðvörum og farða sem gefur ferskara útlit í gegnum daginn. Notaðu dagkrem með SPF til að gefa húðinni raka og vernd yfir daginn og ríkulegt endurnýjandi næturkrem á kvöldin.

Farðu létt í að þekja

Þegar kemur að skinimalism er minna alltaf meira. Notaðu litað rakakrem í staðinn fyrir farða fyrir náttúrulega hreint og ferskt útlit. Notaðu fingurgómana til að bera á lítil svæði, byrjaðu á miðju andlitinu og færðu þig svo að ytri brúnum andlitsins. Ef þú notar fastan eða fljótandi farða skaltu bera hann á með pensli, strjúka frá miðju andlitinu út á við og blanda vel.

Sólarpúður og kinnalitur

Notaðu sólarpúður og/eða kinnalit til að leggja áherslu á eiginleika. Sólarpúður veitir hlýjan sólkysstan tón á húðina og er frábær leið til að búa til náttúrulegan ljóma. Það mikilvægasta sem þarf að muna með sólarpúður er að minna er meira. Þú getur annað hvort dustað sólarpúðri meðfram T-svæðinu og kinnbeinunum eða bætt léttu lagi yfir allt andlitið. Berðu sólarpúður létt á þau svæði sem eru oftast í sólarljósi svo sem nefbrún, kinnar og enni. Til að fá ferskt útlit skaltu bæta smá kinnalit varlega ofan á sólarpúðrið.

Ljómapúður

Ljómapúður eða highlighter inniheldur endurskinsefni eins og gljástein eða önnur steinefni til að fanga ljósið. Ef þú vilt finna bestu eiginleika þína til að varpa ljósi á skaltu stíga inn í náttúrulegt ljós til að sjá hvaða hlutar andlits þíns fanga ljósið. Kannski eru þađ kinnbeinin þín, nefbrún, hakan eđa boginn fyrir ofan efri vör. Byrjaðu á mjög litlu magni og auktu eftir þörfum með stórum Kabuki eða stippling bursta.

Hyljari

Fyrst skaltu ganga úr skugga um að hyljarinn passi við húðlit þinn. Þú gætir þurft ljósari tón undir augun eða hyljara með bláum undirtónum. Það er mikilvægt að dumpa hyljara á lýti, bletti og rauð svæði, en ekki í kring, til að koma í veg fyrir að það myndist hringir. Blandaðu varlega með fingrunum eða hyljara bursta til að ná náttúrulegu útliti.

Augnfarði

Án farða útlitið vekur athygli á augunum með því að leggja áherslu á lit þeirra og lögun. Skiptu fljótandi eyeliner út fyrir augnblýant í mjúkum brúnum lit og gerðu það sem kallast að „tightline-a“. Byrjaðu á því að draga línu varlega beint á milli augnháranna og á brúnina undir augnhárunum. Notaðu pensil til að lyfta augnlokinu varlega og dragðu blýantinn yfir brúnina undir augnhárunum. Fullkomnaðu útlitið með því að krulla augnhárin með augnhárabrettara og setja á þig maskara.

Augabrúnir

Augabrúnir hafa verið mikið fegurðartrend undanfarin ár og ekki að ástæðulausu. Vel snyrtar augabrúnir ramma inn andlit okkar og geta jafnvel bætt upp beinabyggingu andlitsins, svo það er mikilvægt að hugsa vel um þær. Fyrst skaltu koma þeim í lag og hreinsa burt hár á stangli. Notaðu mjúkt augabrúnapúður og lítinn bursta til að fylla varlega upp í bera bletti með fíngerðum lit sem passar við náttúrulegan lit augabrúnanna. Ljúktu með geli sem sett er á með bursta til að augabrúnirnar líti fullkomlega út allan daginn.

Varir

Það getur verið krefjandi að finna hinn fullkomna nude varalit. Ein leiðin er að finna tón af varalit sem er í sama lit og tungan þín. Það hljómar fáránlega en það lítur mjög eðlilega út með dálitlu fútti. Forðastu glansandi gloss eða kalkkennda varaliti og notaðu hlutlausan eða hreinan gloss sem er nokkrum tónum dekkri en náttúrulegi litur vara þinna. Berðu það á beint úr stiftinu með því að dumpa varlega á varirnar. Bíddu í nokkrar mínútur og þerraðu það síðan - það ætti að skilja eftir vott af lit sem lítur raunverulega út eins og berar varir þínar.