FLaytout Menu
Men With Healthy Looking Skin, Men Skincare

Húð- og líkamsumhirða

Ábendingar um heilbrigða húð fyrir karla

Herbalife 31. október 2023

Hreinsun

Ef þú hefur ekki tíma fyrir annað er grundvallaratriði að hreinsa húðina. Ekki hafa áhyggjur, strákar, hreinsun er bara skrautorð fyrir að þvo húðina. Það ætti að gera á hverjum morgni og á hverju kvöldi áður en farið er í rúmið. Þótt þú sjáir ekki óhreinindin á húðinni þýðir það ekki að þau séu ekki til staðar. Hugsaðu um það sem verður á vegi þínum á degi hverjum: mengun, reykur, lykteyðar. Allar þessar litlu agnir geta endað á húðinni og valdið skemmdum, svo það þarf að þvo húðina.

Það þýðir samt ekki að þú getir alltaf notað gamla góða sápustykkið. Venjulegar sápur eru oft með mikið af þvotta- og lyktareyðandi efnum, sem geta verið mjög sterk fyrir húðina og þurrka hana upp. Það sem þú þarft er góður andlitshreinsir. Húð karla er oft aðeins feitari en kvenna, svo finndu hreinsiefni sem miðar að eðlilegri eða feitri húð til að ná sem bestum árangri. Mundu að ef þú hreinsar ekki húðina daglega gætu umfram óhreinindi og olía stíflað svitaholur og valdið útbrotum.

Meðferð

Einn af fyrstu stöðunum sem við tökum eftir einkennum öldrunar er í kringum augun. Og því miður er þetta einmitt staðurinn sem margir karlmenn vanrækja oft. Húðin í kringum augun okkar skortir bæði svita- og olíukirtla, sem gerir hana mjög viðkvæma fyrir ofþornun, sem birtist sem fínar línur og hrukkur. Ofurmjúkt og mjög þunnt húðlagið sem umlykur augun okkar getur myndað litlar línur sem breytast fljótt í óásjálegar hrukkur. Hvað getur þú gert í því? Fáðu þér rakagefandi augnkrem strax. Þú þarft aðeins smá dropa af vörunni undir og í kringum augun. Það gefur raka, mýkir og verndar húðina á hverjum degi. Berðu augnkremið á þig á hverjum morgni og kvöldi, áður en þú háttar og eftir að þú hefur hreinsað húðina.

Rakakrem

Rakakrem geta gert gæfumuninn hvað viðkemur húð karla. Reyndar þurfa karlar oft miklu frekar en konur að nota rakakrem. Það er vegna þess að margir karlar raka andlitið.

Við rakstur fjarlægir maður ekki aðeins andlitshárin, heldur einnig olíur sem eru nauðsynlegar andlitinu. Hvað er hægt að gera í því? Líklega skellir maður einhverjum sterkum rakspíra á sig sem svíður undan. Spírinn veldur svo ofþornun húðarinnar.

Hvað þarf til að vinna gegn þessu? Rakakrem. Veldur rakakrem sem inniheldur SPF til að verja gegn skaðlegum áhrifum sólar. Óvarin útsetning fyrir sólinni getur leitt til öldrunar húðarinnar,fínum línum, hrukkum og húðkrabbameins.

Sjáið til, herrar mínir, þetta er í raun ofureinfalt. Ef þú tekur þessi þrjú einföldu skref í þinni daglegu rútínu gerir það gæfumuninn. Þetta er auðveld leið í átt að heilbrigðri, myndarlegri húð.