FLaytout Menu
Buckwheat salad with lamb's lettuce, pomegranat seeds, goat cheese, mandarine and spring onion, Served with whole grain baguette and red wine. Black table and black background.

Þyngdarstjórnun

Hollar næringarhugmyndir fyrir sumarið

Herbalife 31. október 2023

Birtan kann að hafa aukist, en það eru ekki bara kvöldin sem eru að verða léttari: máltíðirnar eru líka að verða það! Með sumarið á næsta leyti er frábær tími til að leggja frá sér þægilega matinn og vera skapandi með árstíðabundnum salötum, ferskum ávöxtum og grænmeti.

Þótt það sé fullkomlega mögulegt að kaupa ávexti og grænmeti allt árið um kring, þá jafnast ekkert á við ferskleikann og bragðið sem fæst með því að bæta árstíðabundnum, heimaræktuðum afurðum við mataræðið. Þú munt jafnvel gera „grænan“ gæfumun með því að útrýma matarkílómetrum.

Af hverju ekki að skipta út vetrarmatnum (eins og steiktu rótargrænmeti) fyrir það árstíðabundna eins og blómkál og spergilkál? Fyrir salatunnendur eru vorlaukar og klettasalat tilbúið í maí. Ef þú ert fyrir eftirrétti er rabarbarinn kjörinn í lostætt pæ!

Að skipta út rauðu kjöti fyrir hvítt býður oft upp á léttari valkosti líka: alífuglar og sjávarfang er holl viðbót við hverskonar vor- eða sumarsalat.

Þótt þú finnir fyrir minni svengd þegar hitastigið hækkar, er samt sem áður mikilvægt að halda áfram að drekka. Mælt er með því að drekka 6 til 8 glös af vökva á dag. Vatn, fituminni mjólk og sykurlausir drykkir skipta auðvitað öllu máli, en af hverju ekki að draga fram blandarann? Árstíðabundnir ávextir maí eru fullkomnir í bragðgóða safa og hristinga.

https://www.nhs.uk/live-well/eat-well/the-eatwell-guide/