Þyngdarstjórnun
Hvernig á að hætta að borða vegna streitu
Herbalife 20. október 2023
Streituát losar þig venjulega ekki við streitu og ef það er gert of oft getur það líka valdið þyngdaraukningu. Hér eru nokkur ráð til að losna við þennan vana.
Tilfinningalegt át: Það gerist
Þú hefur kannski hresst þig við með rjómaís eftir óvenjulega erfiðan dag eða laumað nokkrum frönskum af diski besta vinar þíns eftir hörmulegt stefnumót. En þegar tilfinningalegt át fer úr böndunum – þegar matur eru fyrstu og algengustu viðbrögðin við neikvæðum hugsunum og tilfinningum – þarf að staldra við.
Er hungrið tilfinningalegt eða líkamlegt?
Það eru áþreifanleg merki sem þú getur notað til að skilja tilfinningalegt hungur/streituát frá líkamlegu hungri.
- Streituát vegna tilfinningalegrar streitu kemur venjulega óvænt yfir þig. Þú finnur fyrir streitu eða spennu. Þig hungrar í kartöfluflögur. Á hinn bóginn kemur líkamlegt hungur venjulega hægt og rólega yfir þig. Þú finnur fyrir svengd en þú getur beðið eftir að borða, sem gefur þér smá tíma til að velja matinn vel og seðja hungrið með einhverju sem gerir þér gott.
- Streituát veldur venjulega löngun í mat sem er sykraður, fitugur og hitaeiningaríkur – og yfirleitt eitthvað sérstakt (ekki bara „súkkulaði“ heldur „sneið af súkkulaðitertu“).
- Þegar þú hefur seðjað líkamlegt hungur og maginn er þægilega fullur er það merki um að þú hafir fengið nóg og þá hættirðu yfirleitt að borða. En þegar tilfinningarnar eru við stýrið er auðvelt að hunsa það sem maginn segir þér.
- Streituát lyftir kannski skapinu í stuttan tíma – en svo hellast fljótt yfir þig skömm og samviskubit. Á hinn bóginn þegar þú lýkur við máltíð sem hefur seðjað líkamlegt hungur finnurðu vanalega ekki fyrir samviskubiti yfir að hafa borðað.
Ráð til að glíma við streituátshegðun
- Haltu matardagbók – matardagbók getur hjálpað þér mikið við að sjá hvað kveikir hjá þér streituát. Þegar þú finnur fyrir þörf fyrir að borða skaltu punkta hjá mér hversu mikilli svengd þú finnur fyrir á skalanum 1 til 10 (1 = mig svimar af hungri, 10 = ég hef borðað svo mikið að fötin þrengja að mér).
- Taktu ábyrgð á tilfinningum þínum – þú veist hvaða tilfinningar kveikja hjá þér streituát, hví ekki að viðurkenna þær? Stundum er allt í lagi að finna fyrir reiði, einmanaleika eða leiða. Tilfinningarnar eru óþægilegar, en þær eru ekki hættulegar.
- Þjálfaðu upp sjálfsbjargarviðleitni – þegar streitan gerir vart við sig skaltu prófa að spyrja þig: „Hvað er það versta sem gerist ef ég borða ekki?“. Jú, streitan gæti ef til vill orðið aðeins meiri, en sú tilfinning mun líða hjá. Æfðu þig í að umbera tilfinningar þínar.
- Finndu eitthvað annað en át – taktu þér smá tíma til að skoða tilfinningar þínar og finndu leiðir til að leysa vandamálið. Gerðu lista yfir hluti sem þú getur gert í stað þess að borða, eins og að fara út að ganga, hlusta á tónlist eða hugleiða.
- Vendu þig af vondu venjunum – þau sem borða tilfinningar sínar styrkja reglulega þá hugmynd að besta leiðin til að takast á við neikvæðar tilfinningar sé með mat. Og eins og með aðrar vondar venjur þá gerist streituát áður en þú hefur tíma til að hugsa um það. Þú getur því vanið þig af vondu venjunum og æft þig í að gera eitthvað annað en að borða þegar þú átt erfiðan dag.
- Bíddu það af þér – Þau sem stunda streituát eru oft hrædd um að ef þau seðja ekki löngunina í mat verði löngunin bara meiri. En þegar þau æfa sig í að tefja tímann kemur það þeim oft á óvart að löngunin líður einfaldlega hjá.