Þyngdarstjórnun
Hrákökur með súkkulaði- og heslihnetubragði
Herbalife 12. maí 2024
8 Skammtar
10 Mínútur
10 Mínútur
10 Mínútur
Í huganum gæti bakstur stundum virst tímafrekur og ekki skila nægilega miklu. Aðeins örfá skref þarf til að búa til þetta ljúffenga góðgæti. Hér er því komin uppskrift sem er afar fljótleg og auðveld í framkvæmd. Þessar hrákökur eru einnig góður valkostur í staðinn fyrir annað eftirsótt góðgæti – súkkulaðibitakökur.
Næringarupplýsingar
Næringarefni í skammti:
- Orka: 74 kcal
- Prótein: 2,4 g
- Kolvetni: 11 g
- Fita: 2,3 g
- Trefjar: 1,5 g
- Sykur: 5,5 g
Innihaldsefni
Í kökurnar:
- 2 mæliskeiðar Formula 1 próteindrykkur með silkimjúku súkkulaðibragði
- 60 g haframjöl
- 1 vel þroskaður banani, stappaður
- 1 msk. hunang
- 1 msk. Heslihnetusmjör
Til skreytingar (valfrjálst):
- 20 g dökkt súkkulaði, brætt
- 1 msk. heslihnetur, niðurskornar
Innihaldsefni
- Setjið öll innihaldsefnin fyrir hrákökurnar í matvinnsluvél og blandið þar til kekkjalaust deig hefur myndast. Skiptið deiginu í 8 kúlur og fletjið þær í smákökulögun.
- Dreypið bræddu dökku súkkulaði yfir kökurnar og dreifið yfir þær niðurskornum heslihnetum áður en þær eru bornar fram.