Húð- og líkamsumhirða
Leiðbeiningar fyrir húðumhirðu í flugi
Herbalife 19. október 2023
Hefur þú einhvern tíma farið um borð í flugvél lítandi stórkostlega út en síðan lent og litið út eins og þú hafir elst um 10 ár? Þú ert ekki ein(n).
Það er afar lágt rakastig í flugvélaklefum og það getur valdið því að húðin þornar fljótt. Endurunna þurra loftið sem er í klefanum leitar að raka og sýgur húðina þurra. Þurr húð verður ekki bara þurrari, heldur getur feit húð orðið enn feitari. Það hljómar undarlega en er satt! Þegar húðin missir raka framleiðir hún meiri fitu til að bæta fyrir tapið.
Hvað geturðu þá gert til að gæta húðarinnar? Haltu áfram að lesa til að læra mín einföldu en nauðsynlegu ráð fyrir húðumhirðu í flugi.
Verndaðu yfirbragð þitt í 30.000 feta hæð
Fylgdu þessum einföldu ráðum fyrir húðumhirðu á ferðalagi. Húðin mun líta út fyrir að vera vökvuð, frísk og enginn mun sjá á þér að þú hafir ferðast lengi.
Taktu með eigin snyrtitösku
Kynntu þér fyrst vel hvað þú mátt taka með í flugið og ekki. Það er ekkert verra en að láta henda uppáhalds húðvörum þínum sem þú ætlaðir að nota í fluginu.
Pakkaðu lítilli, glærri tösku með öllum nauðsynlegu ferðamunum þínum, svo sem rakagefandi húðhreinsi, rakakrem, varasalva, handhreinsiefni og handáburð.
Hámarksstærðin samkvæmt alþjóðasambandi flugfélaga er 100 ml á vöru. Það er mikilvægt að hafa sínar uppáhaldsvörur með sér til að nota í fluginu. Mundu að skipuleggja fyrirfram.
Ekki gleyma sólarvörn
Það hljómar undarlega að þurfa að hafa áhyggjur af sólargeislum um borð í flugvél en hugsaðu málið. Þegar við fljúgum erum við nærri sólinni og í þynnri andrúmslofti. Því miður eru gluggar í flugvélum ekki færir um að sía burt skaðlega útfjólubláa geisla. Notaðu þess vegna rakakrem með sólarvörn, dragðu fyrir og veldu sæti við gang frekar en glugga.
Notaðu andlitsmaska
Þú þarft ekki að fara í heilsulind til að fá góðan andlitsmaska. Fáðu sömu hágæða upplifunina heima hjá þér með andlitsmaska sem hefur hressandi ilm af rósmaríni eða mintu. Berðu hann á andlitið, láttu hann þorna og njóttu útkomunnar. Leitaðu að andlitsmöskum með bentónítleir. Hann getur styrkt húðina og fjarlægt óhreinindi.
Drekktu nóg
Og ég meina ekki áfengi! Það er létt að deyfa hræðsluna við ókyrrð með vínglasi (eða tveim!) en ef þú drekkur vatn heldurðu líkamsrakanum. Susan Bowman næringarsérfræðingur leggur til að það ætti að drekka eitt vatnsglas fyrir hvern klukkutíma í loftinu.
Ferðastu án farða
Til að hjálpa húðinni ættirðu að íhuga að forðast að nota farða á meðan þú ert í flugvél. Ef þú getur alls ekki verið farðalaus verðurðu að gera nokkrar málamiðlanir. Forðastu að nota meik eða púður. Það mun stuðla að því að húðin þorni. En það er allt í lagi að nota smá maskara og varagljáa.
Áður en ég fer í flug með fullt andlit af farða hreinsa ég alltaf húðina á salerninu með rakagefandi hreinsiefni eða förðunarþurrkum. Það er það besta sem þú getur gert fyrir húðina, sérlega á löngum flugum.
Berðu á, enn og aftur
Vertu viss um að hafa rakakrem með þér allt flugið. Það þýðir að vörurnar þínar verða hjá þér allt flugið og komast aldrei upp í handfarangursrýmið. Því lengra flug, þess oftar þarf að bera á sig rakakrem. Húðin þín mun þakka þér.
Húðumhirða í flugi
Þegar þú kemur á endanlegan áfangastað skaltu gæta þessa að hreinsa húðina með mildum andlitshreinsi eða skrúbbi. Það mun hjálpa við að fjarlægja þurrar húðfrumur og umframolíu sem kunna að hafa komið fram í fluginu. Til að koma húðinni aftur í besta ástand skaltu gæta þess að bera á þig rakakrem um allan líkaman þegar þú kemur á hótelherbergið eða heim til þín.