Líkamsrækt
Líkamsræktarrútínan í fríinu
Herbalife 31. október 2023
Rétt upp hönd ef þú hefur einhvern tíma pakkað í líkamsræktardótinu þegar þú ferð í frí, aðeins til að geyma það neðst í ferðatöskunni þinni þangað til þú kemur aftur heim. Verum heiðarleg: Jafnvel með okkar besta ásetningi vill líkamsræktin oft gleymast þegar við komum á staðinn.
En frí eru frábært tækifæri til að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að líkamsrækt. Sama hvers konar frí þú ert með í huga, þá reddum við þér.
Förum á ströndina
Skiptu út venjulega vikulega Pilates-tímanum þínum fyrir strandjóga, róandi kajaksiglingu eða jafnvel einföldu morgunhlaupi í sandinum. Það mun vinna upp vöðvana á nýjan og fjölbreyttan hátt - og tryggir þér ótrúlegt útsýni á meðan þú æfir!
Færðu fjöllin til
Ef þú ert að fara upp í fjöllin skaltu prófa fjallahjólreiðar, hestaferðir, stafgöngu eða gönguferðir í fríinu. Á flestum dvalarstöðum fjallasvæða er að finna spennandi starfsemi og fá nauðsynlegan búnað til leigu.
Borgarferðir
Borgarferðir bjóða upp á alls kyns tækifæri til líkamsræktar. Auðveldasta leiðin er að setja sér áskoranir og ákveðin skrefamarkmið á dag, fara út og skoða fótgangandi. En þú getur líka notað tækifærið til að prófa nýjar líkamsræktarstöðvar og námskeið, leigja hjól eða skipuleggja spennandi hlaupaleiðir.
Ekki gleyma líkamsræktardótinu!