FLaytout Menu
Rauðrófuhummus ásamt stökku kexi og sítrónusneiðum

Dagleg næring og vellíðan

Rauðrófuhummus

Skammtastærð

8 skammtar

Undirbúningstími

20 mínútur

Heildartími

20 mínútur

​Þessi ljúffenga ídýfa er tilvalin með falafel og flatbrauði, en þú getur einnig borðað hana með niðurskornum gulrótum og seleríi, eða jafnvel á ristað brauð. Ídýfan er gerð með Formula 3 próteinduftinu og inniheldur lítinn sykur og mikið af próteini.*

*Aðeins þegar matreitt er eftir leiðbeiningunum innihalda vörurnar okkar alla þá næringu sem lýst er á merkinu. Athugið merki vörunnar til að fá heildarupplýsingar um næringargildi.

​Næringarupplýsingar

Næring á hvern skammt:

  • Orka: 83 kkal
  • Prótein: 6 g 
  • Kolvetni: 7 g 
  • Fita: 4 g 
  • Trefjar: < 1 g 
  • Sykur: 2 g 

Innihaldsefni

  • 4 skammtar (24 g) af Herbalife Formula 3 próteindufti
  • 2 litlar rauðrófur (175 g samtals) 
  • 1 x 400 g dós af kjúklingabaunum 
  • 2 matskeiðar kóríander, fínsaxaður 
  • 2 kúptar teskeiðar malað kúmen 
  • 1 matskeið tahini-mauk 
  • 1 matskeið sítrónusafi 
  • 3 matskeiðar extra virgin ólífuolía 
  • 1 teskeið sesamfræ, til skreytingar 
  • Hnefafylli af kóríanderlaufum, til skreytingar 

Leiðbeiningar

  • Flysjið rauðrófuna, skerið í bita og setjið í matvinnsluvél. 
  • Hellið kjúklingabaununum úr dósinni, en geymið vökvann. 
  • Setjið kjúklingabaunirnar með rauðrófunni og bætið við kóríander, kúmen, tahini-maukinu, Herbalife Formula 3 próteinduftinu, sítrónusafa og ólífuolíu. 
  • Blandið vel, bætið smá af kjúklingabaunavökvanum við til að blandan sé lausari í sér. 
  • Hellið blöndunni í skál, skreytið með sesamfræjunum og kóríanderlaufunum og njótið.

Ráð:

  • Breiðið yfir hummusinn ef það á að geyma hann í kæli – helst í loftþéttu íláti. 
  • Hægt er að bæta við litlum, söxuðum rauðum chilli-pipar í matvinnsluvélina til að fá sterkara kryddbragð.