Húð- og líkamsumhirða
Stökkt hnetukennt múslí
Rachel Allen 17. október 2023
30 skammtar
15 mínútur
30 mínútur
45 mínútur
Hnetur innihalda mikið af góðum fitum, vítamínum og steinefnum. Þetta múslí er útbúið með Formula 1 með silkimjúku vanillubragði og Beta Heart® til að fá auka prótein og trefjar, og er næringarríkt og ljúffengt í morgunmat eða sem snarl hvenær sem er.*
*Aðeins þegar matreitt er eftir leiðbeiningunum innihalda vörurnar okkar alla þá næringu sem lýst er á merkinu. Athugið merki vörunnar til að fá heildarupplýsingar um næringargildi.
Næringarupplýsingar
Næring á hvern skammt:
- Orka: 249 kkal
- Prótein: 6 g
- Kolvetni: 24 g
- Fita: 15 g
- Trefjar: 2 g
- Sykur: 11 g
Innihaldsefni
- 2 skammtar (52 g) af Herbalife Formula 1 með silkimjúku vanillubragði
- 8 skammtar (61 g) af Herbalife Beta Heart®
- 125 g kókosolía
- 150 g hunang eða agave-sýróp
- 1 tsk vanilludropar
- 500 g haframjöl, eða bygg-, hveiti og rúgblanda
- 100 g sneiddar möndlur
- 100 g saxaðar kasjúhnetur
- 100 g þurrkaður kókos
- 100 g graskersfræ
- 100 g sólblómafræ
- 250 g þurrkaðir ávextir, eins og saxaðar, þurrkaðar döðlur, fíkjur, apríkósur, rúsínur og kúrenur
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 170° C hita (150° C með viftu).
- Bræðið kókosolíuna, hunangið eða agave-sýrópið og vanilludropana í litlum skaftpotti.
- Blandið saman haframjölinu, möndlunum, kasjúhnetunum, kókosnum, graskerafræjunum og sólblómafræjunum í stóra skál.
- Hrærið blöndunni úr pottinum við og hrærið vel þar til allt er vel blandað saman.
- Setjið múslíið á bökunarplötu, breiðið vel úr því og eldið í ofni í 25 mínútur, eða þar til múslíið er ljósgullið.
- Hrærið í múslíinu inni í ofninum á 5 mínútna fresti svo það eldist jafnt.
- Takið plötuna úr ofninum og skiljið múslíið eftir á plötunni til að kólna, hrærið reglulega.
- Þegar múslíið hefur kólnað skal blanda þurrkuðu ávöxtunum, Formula 1 með silkimjúku vanillubragði og Beta Heart® saman við.
- Hrærið saman, setjið í loftþéttar umbúðir og geymið við stofuhita. Geymist vel í allt að einn mánuð.
Ráð:
- Hægt er að bæta við einni eða tveimur teskeiðum af kanil.
- Prófið mismunandi hnetur, fræ og þurrkaða ávexti.