FLaytout Menu
Kona les vörumerkingar í matvöruverslun

Þyngdarstjórnun

​Hvernig á að lesa upplýsingar á næringarmerkingum

Herbalife 20. október 2023

Næringarmerkingar geta veitt þér mikið af gagnlegum upplýsingum, en hvað þýða þær og hvernig geta þær hjálpað þér að velja betri fæðu? Við töluðum við sérfræðingana okkar sem sögðu okkur allt það helsta.

Skref 1: Magn samanborið við skammtastærð

Hver er munurinn á skammti og magni? Skammtur er sú opinbera stærð sem kemur fram á merkingunni á meðan magn er það sem þú borðar í raun og veru. Þótt þú borðir ekki alltaf jafn mikið og opinberar tölur gera ráð fyrir, vísa upplýsingarnar á næringarmerkingunum alltaf í sömu skammtastærðir.

Núverandi opinberar tölur um skammtastærðir drykkjarvöru eru 250 ml. en margir drykkir eru seldir í mun stærri ílátum og innihalda því tvær eða fleiri skammtastærðir. Ef þú værir að drekka 500 ml. af sætu tei væru það tvær skammtastærðir í stað einnar. Þetta þýðir að þú þyrftir að tvöfalda allar tölur í næringarupplýsingunum (kkal. og sykur) til að finna út hversu mikillar orku þú hefðir neytt.

Að sama skapi er skammtastærð fyrir kartöfluflögur 30 gr., sem eru um 15 stakar flögur. En, ef þú ert með stóran poka ertu líklega að borða nokkra skammta án þess að gera þér grein fyrir því. Ef þú vilt finna út hversu mörgum kalóríum þú hefur neytt þarftu að telja eða vigta flögurnar áður en þú borðar þær.

Ábendingar frá sérfræðingunum:​

Prófaðu að vigta og mæla matinn þinn og nota til þess mælitæki þangað til þú nærð góðu sjónmati á eigin skömmtum. Ef þú ert að fylgjast með kaloríunum þínum gerir það ekkert gagn ef þú veist ekki hvað þú ert að borða mikið.

Skref 2: Næringarefni, mettuð fita og trefjar

Merkingar fyrir prótein, fitu og kolvetni eru gefnar upp í skammtastærðum. Það sama á við um sykur, trefjar og salt. Eins og í dæminu að ofan þarftu einnig að vita hversu marga skammta þú borðar, svo þú getir metið nákvæmlega hversu mikla næringu þú neytir.

Það er mikilvægt að muna að heildarkolvetni sem skráð er inniheldur allar tegundir kolvetna eins og sykur og sterkju. Fyrir neðan þá tölu gætirðu fundið sérstakar skráningar fyrir trefjar og sykur. Skráningin fyrir sykur inniheldur viðbættan sykur sem og náttúrulegan sykur (svo sem náttúrulegan sykur í mjólk eða ávöxtum). Með þetta í huga er ekki alltaf auðvelt að vita hvaðan sykurinn kemur án þess að skoða raunverulegan innihaldslista.

Skref 3: Neysluviðmið í %

Aðrar upplýsingar á sem þú gætir séð er dálkur með Neysluviðmiði í % Neysluviðmið er staðlað ráðlagt magn af inntöku ýmissa næringarefna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið til notkunar á matvælamerkingum. Upplýsingarnar í dálkinum segja þér hversu hátt hlutfall ráðlagðrar neyslu fyrir hvert næringarefni er að finna í einum skammti.

1Tilv.: EC, Official Journal of the European Union, 2011, L304/18