FLaytout Menu
Kona að búa til smoothie

Þyngdarstjórnun

​Fimm leiðir til að fá hvatninguna þína aftur

​​Susan Bowerman, M.S., R.D., CSSD, CSOWM, FAND – Sr. Yfirmaður næringarfræðslu og þjálfunar á heimsvísu 20. október 2023

Eitt af því erfiðasta við þyngdartap er að halda hvatningunni gangandi. Fyrst er einbeitningin góð, þú miðar hátt og ert tilbúin(n) í slaginn. En svo gerist eitthvað. Hugsanlega léttistu ekki eins mikið og þú gerðir fyrst. Kannski er rútínan of ströng eða þá að spennan sem myndast fyrstu vikurnar hefur runnið af þér og þú hefur misst áhugann.

Þetta er ekki megrun. Þetta er lífsstílsbreyting.

Þegar áhugahvötin minnkar hjálpar það að hugsa aftur um hvers vegna okkur langaði til að léttast í fyrsta lagi. Hvar sem þú ert á þinni ferð, þá eru hér fimm ráð til að hjálpa þér að standa aftur upp og ná markmiðum þínum.

Horfðu inn á við

Það fá allir bakslag, en það er mikilvægt að hafa í huga að við mótumst ekki af mistökum okkar. Mörg sú hegðun sem við erum að reyna að breyta hefur verið hluti af okkur í langan tíma. Finndu kveikjupunktana með því að skrifa þá niður, hugsa um hvað veldur þeim, hvernig þú bregst venjulega við þeim og hvernig þig langar til að bregðast við þeim.

Haltu þig við efnið

Við erum full hugrekkis í byrjun. Við fylgjumst með því sem við borðum, hversu virk við erum, hvernig okkur líður, breytingum á þyngd o.s.frv. En stundum getum við orðið værukær og dottið í gamlan vana. Það tekur tíma að koma upp nýjum venjum og ein frábær leið til að gera það er að skrifa niður hvað þú gerir á hverjum degi.

Hafðu sveigjanleika að leiðarljósi

Þegar þú byrjar ferð þína að þyngdartapi seturðu þér eflaust markmið. En þó þú setjir þér markmið þýðir ekki að þau séu meitluð í stein. Stundum erum við of metnaðargjörn og setjum meira á herðar okkur en við getum borið. Farðu á þínum hraða. Framför er framför, þó hún gerist hægt.

Sundurliðaðu hlutina

Þegar við erum með lokamarkmið sem okkur langar til að ná getur það orðið yfirþyrmandi. Þegar það þyrmir yfir okkur er gott að hugsa um lítil athæfi sem geta hjálpað þér að ná markmiðinu. Hvað sem það er skaltu einblína á það og klappa þér á öxlina í hvert sinn sem þú gerir þetta litla athæfi.

Verðlaunaðu litla áfanga

Það er engin ástæða fyrir því að verðlauna ekki árangur! Hugsaðu um hvernig þú getur fagnað smásigrunum, eins og þegar þú hefur náð fjórðungi áfangans eða ert komin(n) helming leiðarinnar. Finndu leiðir til að verðlauna þér fyrir litlu áfangana líka, eins og þegar þú æfir daglega alla dagana í vikunni eða að hafa eldað þrjár máltíðir heima.

Þegar þú átt í vandræðum með að halda þig við mataræðið hjálpar það að muna hvað hvatti þig til að byrja með. Það eru allir mismunandi; það er engin rétt eða röng leið. Mundu að taka þér tíma daglega til að óska þér til hamingju með að vera á vegferð þinni og minntu þig á hvers vegna þú ákvaðst að hefjast handa.