FLaytout Menu
Various Protein sport shake and powder. Fitness food and drink.

Dagleg næring og vellíðan

Hvað eru próteinhristingar

Susan Bowerman, M.S., R.D., CSSD, CSOWM, FAND – Sr. M.S., R.D., CSSD, CSOWM, FAND - Yfirmaður næringarfræðslu og þjálfunar á heimsvísu 1. nóvember 2023

Fljótleg, fjölbreytt máltíð

Próteinhristingar sem eru hannaðir til að koma í stað máltíðar eru frábærir fyrir fólk sem á það til að missa úr máltíð. Þeir eru fljótlegir og þægilegir og geta veitt jafnvægi í næringu þegar tíminn til að undirbúa máltíð er takmarkaður.

Í stað máltíðar til að hjálpa þér að léttast

Fyrir þau sem eru að reyna að léttast er hægt að nota hristing í stað einnar eða tveggja máltíða á dag. Fyrir utan að vera þægilegir eru próteinhristingar með ákveðið kaloríuinnihald og þeir eru skammtastýrðir, sem auðveldar stjórn á heildarinntöku fyrir daginn.

Til að hjálpa þér að þyngjast

Fyrir þau sem eru að reyna að þyngjast er hægt að nota próteinhristinga til að verða sér úti um aukahitaeiningar. Próteinhristingar á milli mála eða fyrir svefn geta hjálpað til við að auka kaloríuinntöku á heilbrigðan hátt.

Til að bæta við próteininntöku

Önnur ástæða þess að nota próteinhristing er til að auka daglega heildar próteininntöku, ef erfitt er að mæta þörfum af máltíðum einum saman. Þegar þú býrð til þinn eigin próteinhristing geturðu stillt próteinmagnið í hristingnum eftir þínum þörfum.

Orka fyrir og eftir æfingu

Margir nota próteinhristinga eftir æfingu, en þeir eru líka gagnlegir sem máltíðir fyrir æfingar. Þeim sem æfa á morgnana finnst oft gott að fá sér létta máltíð fyrir æfingu og próteinhristing strax á eftir.

Til að auka fjölbreytni í mataræðinu

Þú getur bætt alls kyns hráefnum í hristinginn sem hjálpar þér að ná þínum daglegu næringarmarkmiðum. Það er auðvelt að bæta við skammti af ávöxtum eða grænmeti, en þú getur líka aukið trefjar þínar eða neyslu hollrar fitu með viðeigandi viðbótum.

Rétta blandan valin fyrir próteinhristinginn þinn

Sumar blöndur próteinhristinga eru hannaðar til að vera blandaðar við vatn en venjulega er gert ráð fyrir að próteinhristingar séu blandaðir við mjólk. Sambland af hristingi og mjólk gefur rétta jafnvægið á milli næringarefna í fullunnum hristingi.

Próteinduft úr dýraríkinu eru mysa og ostaefni (bæði koma úr mjólk), auk eggjahvítupróteina. Fyrir þau sem kjósa að fá próteinið sitt úr plöntum er hægt að fá duft úr soja, hrísgrjónum, baunum eða kínóa.

Sum próteinduft innihalda blöndu af próteinum. Ein ástæðan fyrir þessu er sú að mismunandi prótein eru melt mishratt. Mysuprótein meltist til dæmis hraðar en ostefni. Þessi samsetning af hrað- og hægmeltum próteinum gæti verið gagnleg fyrir vöðvauppbyggingu og endurhæfingu.

Að soja undanskildum er önnur ástæða sú að grænmetisprótein eru ekki talin næringarfræðilega fullkomin. Mikið af grænmetispróteindufti inniheldur blöndu af nokkrum plöntupróteinum. Þannig veitir lokaafurðin allar nauðsynlegar amínósýrur og hún er því fullkomið prótein.

Mörg próteinduft eru bragðbætt, þó að hægt sé að finna venjulegt, óbragðbætt duft líka. Flest fólk kemst að því að bragðgóðir hristingar eru með bragðbættu próteindufti. Síðan breytir það próteinmagninu í hristingnum með því að bæta við auka óbragðbættu próteindufti, ef þörf krefur.

Þegar próteinhristingar eru búnir til samkvæmt leiðbeiningum, innihalda flestir þeirra venjulega um 15 til 20 grömm af próteini í hverjum skammti.

Að velja vökva fyrir próteinhristinginn

Til þess að ná réttu jafnvægi næringarefna í hristingnum er mikilvægt að gera hann samkvæmt leiðbeiningum.

Aðeins ætti að nota vatn í próteinhristingum sem kalla á það. Þessar vörur eru með næringarefni í réttu hlutfalli einar og sér og þurfa ekki viðbótarnæringarefni úr vökvanum sem er blandaður við.

Hrísgrjón, möndlu, hampi eða haframjólk veita mjög lítið af próteini, þannig að þessir vökvar eru venjulega notaðir í blöndur sem eru gerðar til að blanda með vatni. Þessir valkostir munu bæta smá bragði og nokkrum aukakaloríum við hristinginn, en mjög litlu próteini.

Ávaxtasafi leggur ekkert prótein til í hristinginn. Ávaxtasafi inniheldur töluvert af hitaeiningum, svo hafðu það í huga ef þú vilt huga að kaloríuinntöku. Á hinn bóginn, ef þú ert að reyna að auka kaloríuinntökuna gæti virkað fyrir þig að nota ávaxtasafa í hristingnum.


Auðvitað er líka hægt að nota mjólk eða sojamjólk í próteinhristingum sem eru gerðir til að blanda með vatni. Að bæta við mjólk eða sojamjólk mun bara auka próteininnihald, sem og hitaeiningar.

Fimm viðbætur fyrir próteinhristinginn þinn

1. Aukaprótein

Jafnvel þó að próteinhristingurinn þinn innihaldi nú þegar prótein, gætirðu viljað setja meira inn eftir próteinþörfinni þinni. Þú getur auðvitað bætt við venjulegu próteindufti, en þú getur líka bætt við matvælum eins og skyr, kotasælu, jógúrt, ríkotta-osti eða silki-tófúi til að auka próteininnihald.

2. Ávextir og grænmeti

Ávextir og grænmeti sem viðbót við próteinhristinginn er auðveld leið til að fá fleiri skammta af þessum hollu matvælum í pitt daglega mataræði. Frosnir ávextir og grænmeti eru þægilegir og þeir gefa próteinhristingnum þykkari áferð. Gerðu tilraunir með mismunandi ávexti og grænmeti t.d. sætt grænmeti eins og gulrætur eða grasker. Prófaðu mismunandi samsetningar eins og ananas með gulrót, eða banana með graskeri. Þegar þig langar að breyta til skaltu bæta óvenjulegu hráefni í hristinginn eins og spínati eða rófum.

3. Trefjar

Flestir próteinhristingar innihalda ekki mikið af trefjum og flestir borða ekki eins mikið af trefjum og þeir ættu að gera, svo reyndu að bæta trefjaríkum matvælum við hristingana. Augljóslega geturðu valið sérstakt trefjaduft eða bætt ávöxtum og grænmeti við, haframjöli, höfrum, klíð eða sólblóma-, hör- eða chia-fræjum, sem innihalda mikið magn trefja.

4. Hitaeiningar

Ef kaloríuþörfin þín er mikil geturðu bætt við höfrum, hnetum, hnetusmjöri, avókadó eða þurrkuðum ávöxtum til að auka kaloríuinnihald hristingsins.

5. Ís

Ísmolar viðbót við hristinginn, því hann þykkir vökvann. Ísmolar eru einnig magn hristingsins, svo hann eykur skammtastærðina án þess að bæta við hitaeiningum. Frábært brel fyrir þau sem eru að fylgjast með þyngdinni!