FLaytout Menu
A bowl of creamy mushroom soup

Þyngdarstjórnun

​Rjómakennd sveppasúpa

Skammtastærð

4 skammtar

Undirbúningstími

15 mínútur

Eldunartími

30 mínútur

Heildartími

45 mínútur

​Þessi ljúffenga og rjómakennda súpa er fljótleg og er hægt að matreiða hana fyrirfram og frysta, svo það sé alltaf eitthvað staðgott og næringarríkt til þegar það er mikið að gera. Framleidd með Herbalife Formula 3 próteindufti.*

*Aðeins þegar matreitt er eftir leiðbeiningunum innihalda vörurnar okkar alla þá næringu sem lýst er á merkinu. Athugið merki vörunnar til að fá heildarupplýsingar um næringargildi.

​Næringarupplýsingar

Næring á hvern skammt: 

 

  • Orka: 147 kkal
  • Prótein: 5 g 
  • Kolvetni: 7 g 
  • Fita: 11 g 
  • Trefjar: 2 g 
  • Sykur: 4 g 

Innihaldsefni

  • 2 skammtar (12 g) af Herbalife Formula 3 próteindufti
  • 2 msk ólífuolía 
  • 1 stór laukur (sirka 150 g), fínsaxaður 
  • 1 hvítlauksrif, fínsaxað 
  • 1 tsk engifer, fínrifið 
  • 300 g sveppir (hægt að nota margar tegundir), skornir 
  • 200 ml fitusnauð kókosmjólk 
  • 700 g grænmetissoð, með minna saltmagni 
  • Smávegis af svörtum pipar  

Leiðbeiningar

  • Hellið ólífuolíunni í skaftpott á lágum hita, bætið við lauk og hvítlauk og kryddið með pipar. 
  • Setjið lok á pottinn og eldið á lágum hita þar til laukurinn er meyr. 
  • Bætið við skornum sveppum og engifer og eldið án loks á miðlungs eða miklum hita þar til sveppirnir eru tilbúnir. 
  • Setjið kókosmjólkina í skál og blandið Formula 3 próteindufti saman við. 
  • Þeytið soðinu saman við. 
  • Hellið blöndunni ofan á sveppina og látið suðuna koma upp.  
  • Látið malla í 2 mínútur. 
  • Blandið og kryddið að vild.