Dagleg næring og vellíðan
Fimm leiðir til að seðja hungrið án þess að borða of mikið
Susan Bowerman, M.S., R.D., CSSD, CSOWM, FAND – Sr. Yfirmaður næringarfræðslu og þjálfunar á heimsvísu 19. október 2023
Kannaðu hvort þú drekkur nóg af vatni með því að fylgjast með eftirfarandi fimm merkjum um vökvaskort.
Munnurinn er þurr
Þetta virðist alveg augljóst – ef þorsti gerir vart við sig eru allar líkur á að þú tryggir þér ekki nægilegan vökva. Það er svo sem alveg rétt. Hins vegar þarf að muna að stundum verður ekki vart við þorsta fyrr en líkaminn er nú þegar orðinn „allþurr“. Það er ein af ástæðunum fyrir því að íþróttafólk er sérstaklega hvatt til að drekka vökva samkvæmt skipulagðri dagskrá. Þegar aldurinn færist yfir verður þorstasvörunin sömuleiðis veikari. Þess vegna er svo mikilvægt að temja sér heilnæmar venjur varðandi vökvaneyslu meðan við erum enn ung.
Þvagið er dökkt
Þegar vökvabúskapur líkamans er góður er unnt að sjá það á litnum á þvaginu. Ef það er fremur glært – nægilega glært til að þú gætir lesið dagblað gegnum það – þá ert þú í góðum málum. Ef þú færð ekki nóg af vatni verður efnaþéttni í þvaginu meiri og þá verður það dökkt á litinn. Þvagið á að vera líkara límónaði en eplasafa.
Þú ert með hægðatregðu
Góðar hægðir eru háðar nægilegum vökva. Ef þú finnur fyrir hægðatregðu gæti því verið að þú drekkir ekki nægilegt magn af vatni. Margir telja trefjar mikilvægasta þáttinn í að tryggja góða þarmastarfsemi. Ef trefjar af ákveðinni gerð (þær vatnsleysanlegu) eiga að skila hlutverki sínu þurfa þær hins vegar að draga í sig vatn sem þenur þær út. Vatnið hjálpar þannig til við að auka rúmmál hægðanna og auðveldar okkur að losa okkur við þær.
Þú ert andfúlli en æskilegt væri
Þegar munnurinn þornar er ekki eins mikið munnvatn til að skola burt þeim bakteríum sem hafa búsetu í munninum frá náttúrunnar hendi. Þegar bakteríurnar fá tækifæri til að nærast á litlum fæðuögnum og húðfrumum í munninum byrja þær að fjölga sér og þá verðum við svolítið andfúl – munnurinn í morgunsárið er nægileg áminning um það. Vatn er hjálplegt í þessum efnum því það stuðlar að munnvatnsrennsli og getur dregið úr uppsöfnun á bakteríum.
Líkamsþjálfunin gengur ekki sem skyldi
Vatn skiptir sköpum til að hjálpa líkamanum að framleiða þá orku sem vöðvarnir þurfa að nota sem eldsneyti við áreynslu. Þegar vökvabúskapurinn er ekki góður gæti orðið vart við þverrandi orku. Þess vegna er svo mikilvægt að tryggja sér nægilegan vökva bæði fyrir áreynslu og meðan á henni stendur.
Susan Bowerman stýrir næringarfræðslu hjá Herbalife. Susan er löggiltur næringarfræðingur og vottaður sérfræðingur í íþróttanæringarfræði.