FLaytout Menu

Algengar spurningar

Ertu með spurningar? Við höfum svörin. Hér eru allar algengar spurningar um Herbalife á einum stað.

Leaf background

Er öruggt að nota Herbalife við brjóstagjöf?

Konum með barn á brjósti er ráðlagt að ræða breytingar á mataræði sínu og notkun á fæðubótar- og bætiefnum fyrirfram við starfsfólk heilsugæslunnar til að kanna hvort slíkt henti viðkomandi konu miðað við heilsufarsástand, næringarþarfir og allar takmarkanir á mataræði fyrir móður og/eða barn.  

Mikilvægt er að átta sig á að vörur okkar hafa ekki verið prófaðar sérstaklega til að sýna fram á að þær séu öruggar til neyslu á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Við mælum með að verðandi mæður og mæður með barn á brjósti hafi samband við heimilislækni áður en þær nota fæðubótar- og bætiefni til að skera úr um hvort neysla þeirra sé æskileg.

Jafnvel þótt þú hafir notað vörur frá Herbalife fyrir meðgöngu eða brjóstagjöf mælum við með að þú ráðfærir þig við lækni. Heilsugæslan getur veitt þér ráðgjöf um réttu næringarefnin sem henta einmitt þínum heilsuþörfum.  

Ef heimilislæknir eða ljósmóðir eru með spurningar varðandi innihaldsefni okkar eða vörur mælum við með að senda okkur fyrirspurn í tölvupósti á gcs@herbalife.com.