FLaytout Menu

Algengar spurningar

Ertu með spurningar? Við höfum svörin. Hér eru allar algengar spurningar um Herbalife á einum stað.

Our Company
Leaf background

Er öruggt að nota Herbalife á meðgöngu?

Ræða ber alla notkun á fæðubótar- og bætiefnum á meðgöngu við lækni sem sinnir mæðravernd. Mikilvægt er að átta sig á að vörur okkar hafa ekki verið prófaðar sérstaklega til að sýna fram á að þær séu öruggar til neyslu á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Við mælum með að verðandi mæður og mæður með barn á brjósti hafi samband við heimilislækni áður en þær nota fæðubótar- og bætiefni til að kanna hvort neysla þeirra sé æskileg. 
 
Bráðmikilvægt er að læknir þinn í mæðraverndinni viti um öll fæðubótar- og bætiefni sem þú notar til að skera úr um hvort þau henti saman og hvort öruggt sé að neyta þeirra miðað við einstaklingsbundnar næringar- eða heilsuþarfir þínar. 

Mátt þú nota vörur frá Herbalife á meðgöngu?

Á meðgöngu er æskilegt fyrir meðalstóra konu að neyta 2.500 hitaeininga á dag í stað ráðlagðra 2.100 hitaeininga sem eru taldar nauðsynlegar þegar kona er ekki þunguð. Þessari aukningu er ætlað að styðja vöxt heilbrigðs barns. 

Ef læknir þinn í mæðraverndinni er með spurningar varðandi innihaldsefni okkar eða vörur getur viðkomandi haft beint samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst á gcs@herbalife.com.