FLaytout Menu

Algengar spurningar

Ertu með spurningar? Við höfum svörin. Hér eru allar algengar spurningar um Herbalife á einum stað.

Our Company
Leaf background

Er Herbalife slæmt fyrir mig?

Nei, Herbalife er ekki slæmt fyrir þig. Raunar nota milljónir manna vörur frá Herbalife um allan heim. Árið 2020 nam dagleg neysla á Formula 1 máltíðardrykkjum frá Herbalife 5,3 milljónum skammta á heimsvísu. Innihaldsefni í vörum okkar eru af náttúrulegum uppruna, svo sem úr sojabaunum, ertum, hörfræjum, höfrum og alóvera. Þær eru auk þess auðugar af ýmsum vítamínum og steinefnum, á borð við magnesíum, D-vítamín, C-vítamín og E-vítamín.

Efnablöndur í vörum okkar, eins og t.d. í Formula 1 máltíðardrykkjum, eru hannaðar til að færa líkamanum rétta samsetningu af ómissandi næringarefnum. Vörur okkar verka best þegar þær eru notaðar sem hluti af vel samsettu og fjölbreyttu mataræði og heilnæmum og virkum lífsstíl. Innihaldsefni sem við notum eru fengin úr náttúrunni og sameinuð í réttum hlutföllum til að samræmast næringarstefnu fyrirtækisins. Ef þú ert óviss um hvað þú eigir að velja í byrjun eru sjálfstæðir dreifingaraðilar okkar ávallt til taks til að hjálpa þér að finna þær vörur sem henta þörfum þínum. 

Á þeim yfir 90 mörkuðum þar sem við störfum fylgjum við kröfuhörðustu gæðastöðlum í næringariðnaðinum. Við vöktum gæðaeftirlitskerfi okkar til að tryggja að við hlítum öllum lögum og reglum yfirvalda. Áherslan sem Herbalife leggur á neytendaöryggi hefst strax þegar vara er á hugmyndastigi og henni er fylgt gaumgæfilega eftir allan líftíma sérhverrar vöru.  

Sérfræðingateymi okkar fylgir metnaðarfyllstu stöðlum um vöruvísindi og öryggi. Alþjóðadeildin sem sér um vöruvísindi og vöruöryggi (GPSS) hefur mótað viðmiðunarreglur til að meta öryggi innri næringarvara frá Herbalife. Fylgst er með öllum ferlum hjá fyrirtækinu samkvæmt þessum reglum.   

Þetta yfirgripsmikla regluverk gerir okkur kleift að meta öryggi allra innihaldsefna í vörum frá Herbalife. Það gengst undir stöðuga endurskoðun og uppfærslur í samræmi við vísindaþekkingu og lög og reglur sem varða öryggismat á matvælum og fæðubótarefnum, t.d.:

  • Leiðbeiningar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) varðandi umsóknir um mat á aukaefnum í fæðu. (European Food Safety Authority’s (EFSA) Guidance for Submission for Food Additive Evaluations.) 

  • Ráðleggingar Mennta-, menningar- og vísindastofnunar (ESCO) varðandi Leiðbeiningar EFSA um öryggismat á jurtaefnum og jurtaefnablöndum sem fyrirhugað er að nota sem fæðubótarefni, byggðar á raundæmarannsóknum. (ESCO’s Advice on the EFSA guidance document for the safety assessment of botanicals and botanical preparations intended for use as food supplements, based on real case studies.) 

  • Leiðbeiningar EFSA um öryggismat á jurtaefnum og jurtaefnablöndum sem fyrirhugað er að nota sem innihaldsefni í fæðubótarefni. (EFSA’s Guidance on Safety assessment of botanicals and botanical preparations intended for use as ingredients in food supplements.) 

  • Drög að leiðbeiningum frá EFSA um undirbúning og framsetningu umsóknar um heimild fyrir nýstárlegri fæðu. (EFSA’ Draft guidance on the preparation and presentation of an application for authorization of a Novel Food.)  

  • Lokaúrskurður Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) um efni sem eru almennt viðurkennd sem örugg. (The U.S. FDA’s Final Rule on Substances Generally Recognised as Safe.) 

Herbalife hefur fjárfest yfir 300 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu- og gæðamálum til að tryggja að fyrirtækið bjóði neytendum sínum um allan heim upp á úrvalsvörur. Gæðaeftirlitskerfi okkar eiga sér engan sinn líka í næringariðnaðinum og við framkvæmum stöðugar prófanir á vörum okkar, allt frá innihaldsefnum þar til vara er fullbúin. Við fylgjum ströngum verkferlum til að tryggja að vörur fyrirtækisins uppfylli gæðastaðla.

Hvernig prófar Herbalife vörur sínar? 

Herbalife prófar allar vörur sínar bæði innan fyrirtækisins og með hjálp vottunar frá þriðja aðila til að staðfesta að öllum viðmiðunarreglum eftirlitsyfirvalda sé fylgt. Við prófum, endurprófum og prófum svo enn á ný.  

Við höfum komið okkur upp rannsókna- og þróunarmiðstöðvum á mikilvægustu svæðum okkar, hverju fyrir sig: Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Evrópu, Kína, Kyrrahafssvæði Asíu og Indlandi. Samstarfsfólk okkar og vísindateymi um allan heim starfa þétt saman til að finna og beina sjónum okkar að forgangsatriðum varðandi vörunýjungar.  

„Sem yfirmaður alþjóðlegrar rannsókna- og þróunardeildar Herbalife sinni ég krefjandi og spennandi starfi: Ég og teymið mitt vinnum að því að tryggja samfellu og vöxt í viðskiptunum með hjálp vísindarannsókna og sömuleiðis þróunar og betrumbóta á hágæða vörum fyrirtækisins.“ Michael Yatcilla, sviðstjóri yfir rannsóknum og þróun. 

  • Rannsóknarstofur okkar sem sjá um gæðaeftirlit starfa allar samkvæmt reglum um góða starfshætti á rannsóknarstofum og þeim vottunarforskriftum sem er að finna í ISO 17025 staðlinum.  

  • Starfsstöðvar okkar hafa fengið vottun um góða framleiðsluhætti frá lýðheilsu- og öryggisstofnuninni NSF International. Við höfum einnig hlotið vottun um góða framleiðsluhætti fyrir starfsstöðvar sem tengjast íþróttum. 

  • Framleiðslumiðstöðvar okkar hafa yfir að ráða nýjasta tæknibúnaði og hafa hver fyrir sig að geyma rannsóknarstofur sem samræmast núgildandi reglum um góða framleiðsluhætti.  

Hversu ríka áherslu leggur Herbalife á gæðamál gagnvart neytendum? 

Herbalife berst fyrir opnu samtali milli viðskiptavina og allra sem veita þeim heilbrigðisþjónustu. Það er lykilatriði í því að tryggja öryggi neytenda. Alþjóðadeild Herbalife sem sér um neytendaöryggi hjálpar til við að opna slíkt samtal með því að veita öllum sem sinna heilbrigðisþjónustu aðgang til skrafs og ráðagerða við öryggisstarfsfólk okkar. 

Starfsfólk alþjóðadeildar Herbalife sem sér um neytendaöryggismál er ávallt reiðubúið að svara vörutengdum spurningum sem vakna hjá fólki sem sinnir heilbrigðisþjónustu. Til dæmis hvort vörur henti viðskiptavinum sem þurfa að gæta ákveðinna takmarkana í mataræði eða taka tillit til annarra einstakra heilsufarsþátta. Heilbrigðisstarfsfólk getur haft beint samband við fyrirtækið með því að senda skilaboð á tölvupóstfangið gcs@herbalife.com.