Er Herbalife öruggt fyrir sykursjúka?
Næringarfræðingar okkar ráðleggja öllum sem eru með sykursýki að ráðfæra sig við lækni áður en þeir breyta um mataræði þar sem næringarþarfir fólks eru einstakar. Allar vörur frá Herbalife eru hannaðar til að standast löggjöf í ESB og í einstökum löndum til að tryggja að þær séu öruggar til neyslu fyrir heilbrigt, fullorðið fólk.
Mega sykursjúkir nota vörur frá Herbalife?
Fólk með sykursýki gæti notað ýmsar vörur frá Herbalife í daglegu mataræði sínu. Hins vegar eru næringargildi vöruúrvalsins mismunandi eftir bragðtegund, skammtastærð og tilgangi vörunotkunar.
Til dæmis inniheldur Formula 1 máltíðardrykkur með silkimjúku vanillubragði frá Herbalife 21 gramm af kolvetnum í 250 ml, en Formula 1 máltíðardrykkur með gómsætu bananabragði inniheldur 20 grömm af kolvetnum í 250 ml (þegar þeir eru blandaðir samkvæmt ráðleggingum í vöruáletrunum).
Ýmsir þættir ráða því hvort vörur henta sykursjúkum. Þeirra á meðal er heilsufarsástand, tegund af sykursýki, lyfjanotkun og persónulegur dagskammtur af kolvetnum samkvæmt ráðleggingum meðferðarlæknis.
Til viðbótar við þá staðreynd að sumir sykursjúkir gætu þurft að fylgja ákveðnum takmörkunum í mataræði er einnig mikilvægt að muna að breytingar á mataræði geta haft áhrif á blóðsykurstjórn og lyf.
Næringarkröfur þeirra sem eru með sykursýki 1 gætu verið öðruvísi en þeirra sem eru með sykursýki 2. Öllu heilbrigðisstarfsfólki er velkomið að hafa beint samband við Herbalife með því að senda skilaboð á tölvupóstfangið gcs@herbalife.com ef frekari spurningar vakna um vöruúrvalið.